Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. maí 2021 22:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emery með svarta beltið í Evrópudeildinni
Mynd: EPA
Villarreal er félag frá 50 þúsund manna bæ á Spáni sem var í kvöld að vinna sinn fyrsta Evrópubikar.

Félagið vann bikarinn undir stjórn Unai Emery, sem er kóngur Evrópudeildarinnar ef svo má orða það.

Eftir sigurinn í kvöld, þar sem Villarreal vann Manchester United í vítaspyrnukeppni, þá er Emery orðinn sá þjálfari sem hefur oftast unnið Evrópudeildina.

Hann er búinn að vinna keppnina fjórum sinnum sem þjálfari og er núna sá þjálfari sem hefur unnið keppnina oftast. Hann er með svarta beltið í þessari keppni.

Hann fór einu sinni í úrslitaleikinn og tapaði, en það var sem þjálfari Arsenal 2019. Arsenal tapaði þá 1-4 fyrir Chelsea í úrslitaleiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner