Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 26. maí 2021 20:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Framlengt í Gdansk
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Villarreal 1 - 1 Manchester Utd
1-0 Gerard Moreno ('29 )
1-1 Edinson Cavani ('55 )

Það er framlenging í vændum í Gdansk í Póllandi þar sem Villrreal og Manchester United eigast við í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Man Utd var miklu meira með boltann í fyrri hálfleik en þeir sköpuðu sér ekki mikið. Villarreal tók forystuna þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum.

Það var sóknarmaðurinn Gerard Moreno sem kom gula kafbátnum yfir eftir aukaspyrnu. Enn og aftur er Man Utd að fá á sig mark eftir fast leikatriði en það hefur líklega verið versti óvinur liðsins á tímabilinu.

Staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks og Ole Gunnar Solskjær gaf mönnum væntanlega góðan hárblásara í hálfleiknum. Norðmaðurinn virkaði mjög pirraður á hliðarlínunni í hálfleik.

Snemma í seinni hálfleiknum jafnaði United og var þar að verki Edinson Cavani sem hefur verið sjóðandi heitur fyrir framan markið að undanförnu. Marcus Rashford átti skot sem fór af varnarmanni og datt boltinn fyrir fætur Cavani. Hann átti ekki í neinum vandræðum með að skora og jafna metin.

Man Utd var sterkari aðilinn áfram en vörn Villarreal er sterk og hún hélt út. Framlenging er framundan og mögulega vítaspyrnukeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner