Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. maí 2021 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin í dag - Úrslitastund í Gdansk
Mynd: EPA
Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram í dag. Leikurinn fer fram í Gdansk í Póllandi og mætast þar Villarreal og Manchester United.

Manchester United vann Roma sannfærandi í undanúrslitunum á meðan Unai Emery, stjóri Villarreal, sló út sína fyrrum lærisveina í Arsenal.

Ef Villarreal tapar í kvöld fer liðið í Conference League í haust en með sigri tryggir liðið sig í Meistaradeildina. Man Utd er þegar öruggt með sæti í Meistaradeildinni.

Harry Maguire verður sennilega ekki í liði Man Utd á morgun vegna meiðsla.

miðvikudagur 26. maí
EUROPA LEAGUE: Final
19:00 Villarreal - Man Utd


Nær Emery að skáka Ole Gunnar Solskjær?

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner