Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. maí 2021 10:30
Hafliði Breiðfjörð
Landsliðið
Fjarvera Hannesar útskýrð
Icelandair
Hannes ræðir við Arnar Þór og Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarmann hans á landsliðsæfingu í Þýskalandi í mars.
Hannes ræðir við Arnar Þór og Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarmann hans á landsliðsæfingu í Þýskalandi í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson markvörður Vals og íslenska landsliðsins var ekki valinn í 35 manna hóp sem mætir Mexíkó, Færeyjum og Póllandi í æfingaleikjum á næstu dögum.

Hannes um landsliðið: Ekki mitt að svara fyrir það

Í viðtali við Fótbolta.net eftir leik Vals og Leiknis á dögunum sagðist Hannes að hann væri ekki svekktur að vera ekki valinn en það væri hinsvegar ekki hans að svara fyrir um valið, það yrði landsliðsþjálfarinn að gera. Ég spurði því Arnar Þór út í valið á fréttamannafundi landsliðsins í dag.

Hann sagði að ekki hafi staðið til að velja leikmenn úr íslensku deildinni en þegar það hafi svo verið ákveðið seinna vegna manneklu var búið að velja markverði.

„Ég ræddi við Hannes, Kára og Birkir upphaflega um að við ætluðum ekki að velja leikmenn úr íslensku deildinni en svo breyttist það í síðustu viku. Þá hringdum við í Birki, Hannes og Kára og báðum Birki og Kára að koam með okkur," sagði Arnar Þór.

„Hvað Hannes varðar breyttist staðan ekkert. Markmannsstaðan breyttist ekkert í síðustu viku því við vorum ennþá með þá markmenn sem við höfðum valið, þá Rúnar, Ömma og Ella í fyrsta verkefnið og Rúnar, Ömma og Patta fyrir seinna verkefnið," bætti hann við.
Ítarlegt viðtal við Arnar Þór - Óttast ekki að Gylfi sé að hætta
Athugasemdir
banner
banner
banner