Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. maí 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylkir bar of mikla virðingu fyrir Víking - „Guð hjálpi Kristal Mána"
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn tóku stig í Fossvogi.
Fylkismenn tóku stig í Fossvogi.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þær voru fjörugar síðustu tíu mínúturnar þegar Víkingur og Fylkir áttust við í Pepsi Max-deildinni í gær.

Fylkir tók forystuna undir lok fyrri hálfleiks en Víkingur sneri leiknum við með tveimur mörkum á 81. mínútu og 86. mínútu. Nikulás Val Gunnarsson jafnaði fyrir Fylki undir lok leiks með frábærum skalla.

Hægt er að lesa nánar um leikinn með því að smella hérna.

Tómas Þór Þórðarson var á leiknum og honum fannst Víkingur ekki hafa áhuga á því að vinna leikinn.

„Þetta var ömurlegt," sagði Tómas um frammistöðu Víkinga í Innkastinu. „Þetta var ógeðslega lélegt. Fylkir hafði engan áhuga á að vinna þennan fótboltaleik, en það sem þeir gerðu, það gerðu afskaplega vel. Mér leið eins og við hefðum dregist gegn ágætu Lengjudeildarliði í bikarnum, því þannig voru þeir bara. Þeir voru þéttir, fóru varla yfir miðju og ætluðu bara að nýta sér sín fáu tækifæri úr föstum leikatriðum."

„Ásgeir var flottur í miðverðinum, Aron var með flottar vörslur. Þeir lokuðu á Víkinga en gerðu síðan ekki baun í bala fram á við á vellinum."

Tómas segir að Fylkismenn hafi ákveðið að spila fótbolta í fyrsta sinn í leiknum eftir annað mark Víkinga. „Og þeir gerðu það frábærlega. Markið var algjörlega frábært, að því sögðu að Arnar Gunnlaugsson var búinn að hreyfa liðið svo mikið að Kristall Máni Ingason - sem á ekki að koma nálægt vítateig Víkings - hann var kominn í djúpan miðjumann. Kristall kemur inn með betri fótboltaheila því við vorum að reyna að ná í mörk. Nema hvað, að hann sýndi því engan áhuga að elta Nikulás Val og gaf honum þennan skalla."

„Ef Kristall Máni hefði tæmt hlaupið sitt og komið sér fyrir þetta, þá hefði Víkingur unnið þetta. Kári (Árnason) var að skjóta á Kwame en þegar hann mun sjá þetta aftur... Guð hjálpi Kristal Mána," sagði Tómas en mörkin má sjá hér neðst í fréttinni.

„Áður en Fylkismenn verða reiðir að ég kallaði þá Lengjudeildarlið, þá eru þeir það ekki - ég hef oft hrósað þeim. Uppleggið var bara, virðingin var svo mikil á Víkingana. Fylkismenn voru mjög kátir með punkt og unnu vel fyrir honum."

Innkastið - Heitt sæti í Hafnarfirði og Toddi á röngum stað á röngum tíma
Athugasemdir
banner
banner
banner