Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 26. maí 2021 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl 
Fyrsta markið í níu ár - Með hægri og því ekkert glæsimark
Rasmus
Rasmus
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leiknum gegn HK fyrr á leiktíðinni.
Í leiknum gegn HK fyrr á leiktíðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rasmus Christiansen var annar af markaskorurum Vals þegar liðið vann Keflavík 1-2 í Keflavík á mánudagskvöld.

Birkir Már Sævarsson skoraði hitt markið, bæði komu þau eftir hornspyrnu.

Rasmus bar fyrirliðabandið í liði Vals þar sem Haukur Páll Sigurðsson byrjaði á bekknum.

„Hóf leik með fyrirliðabandið og dreif sína menn áfram. Skoraði gott mark og átti þátt í öðru. Þess utan stoppuðu ansi margar sóknir Keflavíkur á danska múrveggnum," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í skýrsluna eftir leik. Sverri valdi Rasmus bestan í leiknum.

„Kristinn Freyr flikkar horni Birkis fyrir markið þar sem Rasmus mætir og skilar boltanum í netið af stuttu færi," skrifaði Sverrir á 39. mínútu þegar Rasmus skoraði.

Rasmus var eftir leik í viðtali við Víði Sigurðsson hjá Morgunblaðinu.

Víðir vakti athygli á því að þetta væri fyrsta mark Rasmus í efstu deild síðan 2012 þegar hann skoraði með ÍBV gegn Val.

„Kiddi [Krist­inn Freyr] gerði þetta frá­bær­lega, hann flikkaði bolt­an­um aðeins áfram. Ég var á miðjum markteign­um og skaut með hægri svo þetta var nú ekk­ert glæsi­mark!" sagði Rasmus við Víði en Rasmus er örvfættur.

„En við þurft­um að skora, við þurft­um að brjóta ís­inn, og það var líka gott að ná að skora bæði okk­ar mörk eft­ir föst leik­atriði. Það var gríðarlega mik­il­vægt að kom­ast yfir fyr­ir hálfleik og ná svo í þessi þrjú stig,“ sagði Rasmus.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Rasmus Christiansen
Sjáðu markið
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner