mið 26. maí 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gerði tilkall til að byrja en missir af EM vegna hnémeiðsla
Mynd: Getty Images
Nick Pope, markvörður Burnley og enska landsliðsins, fór í aðgerð á hné á dögunum og verður hann ekki með á Evrópumótinu í sumar vegna meiðslanna.

Pope er 29 ára og á að baki sjö landsleiki. Einhverjar vangaveltur voru um hvort hann, Jordan Pickford eða Dean Henderson yrði aðalmarkvörður í sumar. Pope var í markinu í öllum leikjum Englands í mars.

Pope missti af síðustu leikjum Burnley á tímabilinu og var ákveðið að hann þyrfti á aðgerða að halda, um brjóskvandamál sé að ræða.

BBC greinir frá þessu í dag og segir að aðgerðin hafi gengið vel. Pope hélt ellefu sinnum hreinu fyrir Burnley á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner