Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. maí 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hef aldrei séð þetta áður, þeir hljóta að draga þetta af laununum"
Torfi Tímoteus
Torfi Tímoteus
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Guðjónsson
Helgi Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Víkings og Fylkis var til umræðu í Innkastinu líkt og aðrir leikir í sjöttu umferð Pepsi Max-deildarinnar. Elvar Geir Magnússon stýrði þættinum og þeir Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson voru með Elvari í þættinum. Hlusta má á umræðuna í spilaranum neðst í fréttinni.

Leikar enduðu 2-2 í Víkinni í gæri en þrjú mörk voru skoruð á lokakafla leiksins. Tvö af Víkingum og eitt af leikmanni Fylkis.

Komið var að því að ræða um seinna mark Víkings en það hefur verið mikið í umræðunni þar sem leikmaður Fylkis, Dagur Dan Þórhallsson, var nýbúinn að fá heilahristing og Fylkismenn einum manni færri inn á vellinum.

Fylkismenn náðu ekki að skipta inn leikmanni og voru þjálfarar Árbæinga ósáttir að Víkingur hélt sókn sinni áfram. Það skal þó tekið fram að Fylkir hafði kost á því að sparka boltanum út af áður en Víkingur vann boltann en gestirnir kusu að halda sinni sókn áfram. Hér má sjá hvað Egill Sigfússon skrifaði í textalýsingunni frá leiknum.

„Dagur Dan fær hér höfuðhögg en hann er hálfvaltur hérna sýnist mér svo þetta lítur alls ekki vel út. Hann er að fara koma útaf og vonandi jafnar hann sig sem allra fyrst," skrifaði Egill á 84. mínútu leiksins.

„Helgi Guðjóns er að koma Víkingum yfir og Fylkismenn eru brjálaðir! Fylkir vildu að Víkingar spörkuðu boltanum útaf svo þeir gætu skipt því Dagur og Halldór fóru útaf samtímis en Halldór kom aftur inná. Fylkismenn voru búnir að vera manni færri á meðan og þá fær Helgi Guðjóns boltann hægra megin í teignum og setur hann í fjærhornið!" skrifaði Egill á 86. mínútu.

„Það er hægt að sjóða egg á höfðinu á bæði Atla Sveini og Ólafi Stígs, gjörsamlega trylltir eftir þetta mark hjá Víkingum áðan!" skrifaði svo Egill á annarri mínútu uppbótartíma. En nú að Innkastinu og þeirri umræðu.

„Síðan ákvað að Torfi Tímoteus (Gunnarsson) að hætta knattspyrnuiðkun í svona 10 sekúndur í miðjum fótboltaleik. Ég hef aldrei séð þetta áður, þeir hljóta að draga þetta af laununum, hann bara hætti í fótbolta!" sagði Tómas um annað mark Víkings sem varamaðurinn Helgi Guðjónsson skoraði.

„Hann horfði á Helga Guðjónsson svona í mestu makindum rölta inn á teiginn. 'Já, bíddu Helgi er hann örvfættur? Stýrum honum yfir á vinstri fótinn. Í hverju er Helgi góður? Hann er eiginlega bestur í skrúfa honum með vinstri í fjærhornið. Eigum við ekki að gefa honum tækifæri á því?'. Helgi þakkaði kærlega fyrir og setti hann í markið," bætti Tómas við.

Höfuðhöggið og pirringur Fylkismanna var til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gær og má sjá klippu af því hér að neðan.


Innkastið - Heitt sæti í Hafnarfirði og Toddi á röngum stað á röngum tíma
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner