Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. maí 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Heitt undir Loga, það er alveg klárt mál"
Logi Ólafsson
Logi Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Gunnþór meiddist á dögunum
Eggert Gunnþór meiddist á dögunum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
FH tapaði gegn Leikni í gærkvöldi og var það annað tap Fimleikafélagsins í röð. FH byrjaði mótið með góðri stigasöfnun, tíu stigum í fyrstu fjóru umferðunum en síðustu tveir leikir hafa farið illa.

FH var til umræðu í Innkastinu þar sem sjöttta umferðin var rætt. Þeir Benedikt Bóas Hinriksson, Elvar Geir Magnúson og Tómas Þór Þórðarson fóru yfir það helsta.

„FH er búið að vinna einn leik 11 gegn 11. Tveir þægilegir 11 gegn 10 sigrar og náðu ekki að vinna Val manni fleiri. Skítféllu á prófinu gegn KR og tap gegn Leikni í Breiðholti. Er minn maður Logi Ólafsson í heitasta sætinu í bransanum í dag?" spurði Tómas. Logi er þjálfari FH.

„Hann er í heitu sæti, það hlýtur að vera. Þeir eru búnir að falla á svo stórum prófum, manni fleiri gegn Val, þessi leikur gegn KR og eiga svo að svara því gegn nýliðum en gera það alls ekki," sagði Elvar.

„Við (Valsarar) vorum nær því að vinna þann leik en hitt. Þessi KR leikur var rosa vondur og sanngjarn sigur Leiknis í kvöld. FH á að vinna Leikni í Breiðholti með fullri virðingu fyrir Leikni," sagði Benedikt.

Vitnað var í tíst Guðmundar Hilmarsson eftir leikinn. Guðmundur er fyrrum leikmaður og blaðamaður, mikill FH-ingur.

„Það var enginn taktur í þessu. FH-ingar voru yfirspenntir, pirraðir og lélegi á móti nýliðum. Þetta var enginn ótrúlegur sigur Leiknis, heldur bara góður. FH var á uppleið í fyrra, náði 2. sæti og fá Matta Villa heim. Eru þeir það brothættir að Eggert Gunnþór má ekki missa út leik?" velti Tómas fyrir sér.

„Það voru viðvörunarbjöllur búnar að hringja á undirbúningstímabilinu," sagði Elvar en umtalað var að FH hefði átt dapurt undirbúningstímabil.

„Með alla þessa þjálfara á lausu og það er að koma landsleikjafrí - tími á æfingasvæðinu, bara svo það sé sagt," sagði Tómas.

„Heitt undir Loga, það er alveg klárt mál," sagði Elvar. Umræðuna má heyra í upphafi þáttarins hér að neðan.


Innkastið - Heitt sæti í Hafnarfirði og Toddi á röngum stað á röngum tíma
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner