Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. maí 2021 17:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbrotnaði, kom til baka og var frábær í gær - „Jafngamall mér"
Mynd: Haukur Gunnarsson
Miðjumaðurinn Helgi Valur Daníelsson verður fertugur í sumar en hann byrjaði í gær sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni í sumar þegar Fylkir gerði 2-2 jafntefli gegn Víkingum.

Helgi fótbrotnaði síðasta sumar. Óttast var að ferlinum væri líklega lokið en Helgi sagði svo sjálfur í viðtali við Fótbolta.net í ágúst á síðasta ári að hann hefði mögulega ekki sungið sitt síðasta. Hann skrifaði svo í nóvember undir nýjan samning við Fylki.

Sjá einnig:
„Ekkert merkilegt að vera bara einhver fertugur sleði á miðjunni"

Helgi var valinn maður leiksins í gær. „Hinn síungi Helgi Valur átti frábæran leik á miðsvæðinu, steig varla feilspor í leiknum og gæðin skinu í gegn," skrifaði Egill Sigfússon í skýrslu sinni.

Rætt var um frammistöðu Helga og endurkomu hans í Innkastinu í gær.

„Helgi Valur er jafngamall mér. Þessi saga er með ólíkindum og hvað hann hefur lagt á sig til að komast aftur í stand," sagði Benedikt Bóas Hinriksson.

„Full virðing," sagði Elvar Geir Magnússon.

Hægt er að hlusta á Innkastið allt hér að neðan.
Innkastið - Heitt sæti í Hafnarfirði og Toddi á röngum stað á röngum tíma
Athugasemdir
banner
banner
banner