Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. maí 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hollenski landsliðshópurinn - Enginn Bergwijn
Donny og Frenkie de Jong.
Donny og Frenkie de Jong.
Mynd: Getty Images
Marteen Stekelenburg
Marteen Stekelenburg
Mynd: Getty Images
Frank de Boer tilkynnt í dag 26-manna landsliðshóp Hollands fyrir Evrópumótið í sumar. Stærstu nöfnin sem ekki verða með eru Virgil van Dijk vegna meiðsla og þá voru þeir Anwar El Ghazi og Steven Bergwijn ekki valdir. Þeir tveir síðastnefndu voru í 34 manna hópi en átta duttu út úr þeim hópi í dag.


Bergwijn

Þeir Cody Gakpo og Jurrien Timber eiga ekki landsleiki að baki en það á hinn 38 ára Maarten Stekelenburg sem snýr aftur í hópinn og er einn af þremur markvörðum.

Holland mætir Austurríki, Norður-Makedóníu og Úkraínu í riðli C í júní.

Landsliðshópur Hollands:

Markverðir: Jasper Cillessen (Valencia), Tim Krul (Norwich City), Maarten Stekelenburg (Ajax).

Varnarmenn: Nathan Ake (Manchester City), Daley Blind (Ajax), Matthijs de Ligt (Juventus), Stefan de Vrij (Inter Milan), Denzel Dumfries (PSV), Jurriem Timber (Ajax), Patrick van Aanholt (Crystal Palace), Joel Veltman (Brighton), Owen Wijndal (AZ Alkmaar).

Miðjumenn: Frenkie de Jong (Barcelona), Marten de Roon (Atalanta), Ryan Gravenberch (Ajax), Davy Klaassen (Ajax), Teun Koopmeiners (AZ Alkmaar), Donny van de Beek (Manchester United), Georginio Wijnaldum (Liverpool).

Sóknarmenn: Steven Berghuis (Feyenoord), Luuk de Jong (Sevilla), Memphis Depay (Lyon), Cody Gakpo (PSV), Donyell Malen (PSV), Quincy Promes (Spartak Moscow), Wout Weghorst (Wolfsburg).
Athugasemdir
banner
banner
banner