Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. maí 2021 09:10
Hafliði Breiðfjörð
Landsliðið
Landsliðsþjálfararnir boðuðu fund í morgunsárið - Allir leikirnir beint á RÚV
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru þrír árrisulir fréttamenn sem mættu í höfuðsstöðvar KSÍ í morgun þar sem boðað hafði verið til fréttamannafundar klukkan átta í morgun.

Tilefnið var komandi landsliðsverkefni Íslands gegn Mexíkó í Texas um helgina og svo leikir í Færeyjum og Póllandi í kjölfarið af því.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarmaður hans höfðu ekki náð að ræða við fréttamenn þegar leikmannahópur átti að vera tilkynntur á miðvikudaginn í síðustu viku en fundinum þá var frestað þegar leikmenn tóku að draga sig út úr hópnum, fyrst fjórir, svo aðrir fjórir og í kjölfarið þurfti landsliðsþjálfarinn að fara til Belgíu vegna andláts í fjölskyldunni. Í dag hafa fjórir leikmenn til viðbótar dregið sig út.

Íslenska liðið heldur í flug til Bandaríkjanna í dag en vegna reglna UEFA mun liðið fara í einkaþotu í alla leikina. Liðið mun æfa á Íslandi eftir leikinn í Bandaríkjunum og áður en farið er til Færeyja. Þar sem Arnar Þór kom til landsins í gær og flugið út er klukkan 11:00 var eina leiðin að ræða við fréttamenn að hitta þá 08:00 í morgun. Ítarlegt viðtal við Arnar Þór verður birt hér á Fótbolta.net innan skamms.

Ísland mætir Mexíkó 30. maí í Dallas í Bandaríkjunum og hefst leikurinn kl. 01:00 (eftir miðnætti) að íslenskum tíma. Strákarnir fara næst til Færeyja og mæta þar heimamönnum 4. júní á Tórsvelli og loks til Póllands þar sem þeir leika gegn Pólverjum 8. júní á Poznan Stadium. Allir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner