Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. maí 2021 18:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael lenti í öðru sæti: Tilfinningin hræðileg
Mikael skiptir á treyju við Mo Salah, leikmann Liverpool.
Mikael skiptir á treyju við Mo Salah, leikmann Liverpool.
Mynd: Getty Images
„Tilfinningin er hræðileg vegna þess að stefnan var að vera númer eitt," segir Mikael Neville Anderson, leikmaður Midtjylland, í samtali við Bold í Danmörku.

Midtjylland hafnaði í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar eftir spennandi baráttu við Bröndby.

Mikael, sem er 22 ára, var hluti af liði Midtjylland sem vann deildina 2020. Hann segir einfaldlega að liðið hafi ekki verið nægilega gott á tímabilinu sem var að klárast.

Claus Steinlein, framkvæmdastjóri Midtjylland, hefur sagt að Mikael sé einn af lykilmönnum framtíðarinnar hjá félaginu. Hvað hefur leikmaðurinn sjálfur um það að segja?

„Mér finnst ég tilbúinn að spila meira og mér finnst ég eiga skilið að spila meira, en það eru góðir leikmenn í hópnum. Við sjáum hvernig hópurinn verður fyrir næstu leiktíð," sagði Mikael sem er í íslenska landsliðshópnum fyrir komandi vináttulandsleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner