banner
   mið 26. maí 2021 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ömurleg vítaspyrnutölfræði De Gea
Mynd: EPA
Manchester United þurfti að sætta sig við tap gegn Villarreal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld.

Þetta fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Villarreal hafði betur eftir ótrúlega keppni.

Vítaspyrnukeppnin var ótrúleg. Hún var endalaus, nánast. Allir útileikmenn skoruðu úr sínum spyrnum og þetta endaði á markvörðunum. Geronimo Rulli skoraði en David de Gea klikkaði. Villarreal er Evrópudeildarmeistari í fyrsta sinn.

David de Gea hefur reynst magnaður fyrir Man Utd í gegnum tíðina en hann mun ekki sofa mikið í nótt.

Tölfræði hans þegar kemur að vítaspyrnum er ömurleg. Hann varði síðast vítaspyrnu 2016 og hefur núna verið skorað úr 36 spyrnum í röð gegn honum ef vítaspyrnukeppnin í kvöld er talin með.


Athugasemdir
banner
banner