Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. maí 2021 23:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford: Við erum nálægt, ég lofa að við erum nálægt þessu
Mynd: Getty Images
„Vonbrigði. Það er erfitt að útskýra hvernig okkur líður," sagði Marcus Rashford, kantmaður Manchester United, eftir tap gegn Villarreal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld.

Manchester United hefur ekki unnið titil núna í fjögur ár og bíður Ole Gunnar Solskjær enn eftir sínum fyrsta titli. Man Utd tapaði í kvöld úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Villarreal, liðinu sem hafnaði í sjöunda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.

Rashford átti slakan dag en hann telur að United sé á réttri leið, þrátt fyrir tap í kvöld.

„Liðið mun ekki gefast upp, það er enginn möguleiki á því. Stjórinn leyfir okkur ekki að gefast upp. Fólk talar mikið um að United sé á niðurleið en að mínu mati er félagið og leikmannahópurinn með allt til að berjast á toppnum."

„Það er einn sigurvegari og eitt lið sem tapar. Við verðum að finna út úr því hvað gerðist í dag og koma í veg fyrir tap næst."

„Ole kom inn og hóf ákveðið verkefni. Við trúum á verkefnið. Partur af verkefninu eru hæðir og lægðir. Við töpuðum í dag en ég lofa stuðningsmönnunum að það er enginn möguleiki á því að við gefumst upp. Við munum koma aftur á næsta tímabili með meiri þrá og meira hungur. Við verðum að gefa 110%."

„Við erum nálægt, ég lofa að við erum nálægt þessu," sagði Rashford og átti þar líklega við að United væri nálægt því að komast afttur á toppinn.
Athugasemdir
banner
banner