Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. maí 2021 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær treysti ekki bekknum sínum
Fred var fyrsti varamaður Man Utd sem kom inn á.
Fred var fyrsti varamaður Man Utd sem kom inn á.
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: EPA
Það var nokkuð augljóst að Ole Gunnar Solskjær treysti ekki varamönnum sínum í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld.

Manchester United tapaði að lokum gegn Villarreal eftir vítaspyrnukeppni.

Solskjær var ekki að taka neinar áhættur í stöðunni 1-1 í seinni hálfleik. Unai Emery, stjóri Villarreal, kláraði skiptingar sínar í venjulegum leiktíma en Solskjær breytti engu. Hann hélt til að mynda Marcus Rashford inn á vellinum, þrátt fyrir að Rashford væri að eiga mjög slakan leik.

Hann gerði ekki breytingu fyrr en á 100. mínútu þegar Fred kom inn á fyrir Mason Greenwood. Hann gat gert fimm breytingar en gerði ekki síðustu tvær fyrr en á 123. mínútu. Það voru Juan Mata og Alex Telles sem komu síðastir inn á, en þeirra eina verk var að taka vítaspyrnu.

„Ole Gunnar Solskjær þarf að líta yfir öxl sína og sjá varamannabekk eins og Manchester City er með," sagði Dion Dublin, fyrrum sóknarmaður Man Utd, á BBC. Dublin benti á það, að leikmaður eins og Fred sé ekki að fara vinna leik fyrir þig.

Það var svo bent á það í textalýsingu BBC að City verður líklega með leikmann eins og Riyad Mahrez, Raheem Sterling eða Gabriel Jesus á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar; Chelsea verður mögulega með Kai Havertz eða Olivier Giroud. Þetta eru tvö lið með breiðari hópa en Man Utd. Liverpool líka, þeir eru með mann eins og Diogo Jota í sínum hóp, mann sem getur breytt leikjum.

Anthony Martial er jú meiddur, kannski að hann hefði breytt einhverju í kvöld. Hann hefur svo sem ekkert gert á þessu tímabili inn á fótboltavellinum.

„Kannski var hann að senda stjórninni skilaboð," sagði Neil Lennon, fyrrum stjóri Celtic, á BBC. Skilaboð um að það þurfi að styrkja hópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner