Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. maí 2021 09:15
Elvar Geir Magnússon
Tottenham og Everton vilja Zaha
Powerade
Zaha í leik með Palace.
Zaha í leik með Palace.
Mynd: Getty Images
Coutinho er á sölulista.
Coutinho er á sölulista.
Mynd: Getty Images
Callum Hudson-Odoi.
Callum Hudson-Odoi.
Mynd: Getty Images
Zaha, Pochettino, Martinez, Conte, Neves, Coutinho, Willian og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman.

Tottenham og Everton hafa áhuga á að fá Wilfried Zaha (28), sóknarmann Crystal Palace, fyrir 40 milljónir punda. (Goal)

Mauricio Pochettino, stjóri Paris St-Germain, íhugar það alvarlega að snúa aftur til Tottenham. (Sun)

Tottenham er í viðræðum við Roberto Martínez (47), landsliðsþjálfara Belgíu. (Sky Sports)

Antonio Conte mun líklega láta af störfum hjá Inter í þessari viku, þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu til ítalska meistaratitilsins. (La Gazzetta dello Sport, via Metro)

Úlfarnir eru tilbúnir að selja portúgalska miðjumanninn Ruben Neves fyrir 35 milljónir punda til að fjármagna enduruppbyggingu leikmannahópsins fyrir þann stjóra sem tekur við. (The Athletic)

Philippe Coutinho (28) er á meðal tíu leikmanna sem eru á sölulista hjá Barcelona í sumar. (Star)

Barcelona og Manchester City eru meðal félaga sem hafa áhuga á Robin Gosens (26), þýska miðjumanninum hjá Atalanta. (Sport)

Arsenal og Aston Villa vilja bæði fá argentínska miðjumanninn Emiliano Buendia (24) frá Norwich. (Telegraph)

Brasilíski sóknarleikmaðurinn Willian (32) hjá Arsenal hefur áhuga á því að snúa aftur til Chelsea. (Sky Sports)

Chelsea gæti verið tilbúið að selja Callum Hudson-Odoi (20) en Borussia Dortmund er meðal félaga sem hefur áhuga. Dortmund er einnig að horfa til Brasilíumannsins Raphinha (24). (Eurosport)

West Ham hefur áhuga á tékkneska miðjumanninum Alex Kral (23) hjá Spartak Moskvu. (Sky Sports)

Spænski varnarmaðurinn Pau Torres (24) hjá Villarreal hefur neitað því að ræða orðróm um að hann gæti farið til Manchester United í sumar. Liðin mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. (Metro)

United hefur komist að samkomulagi við markvörðinn Tom Heaton (35) sem kemur á frjálsri sölu frá Aston Villa í næsta mánuði. (Express)

Rhys Williams (20), varnarmaður Liverpool, verður líklega lánaður á næsta tímabili. (Star)

Lucas Torreira (25), úrúgvæski miðjumaðurinn hjá Arsenal, mun ákveða framtíð sína eftir landsleiki í næsta mánuði. Torreira var hjá Atletico Madrid á lánssamningi. (Express)

Arsenal gæti endurnýjað áhuga sinn á franska miðjumanninum Houssem Aouar (22) hjá Lyon. (Mirror)

Roma hefur áhuga á enska vængmanninum Demarai Gray (24) sem gekk í raður Bayer Leverkusen í janúar. Hann er með riftunarákvæði upp á 2 milljónir evra. (Roma Press)

Franski miðjumaðurinn Eduardo Camavinga (18) vill fara til Paris St-Germain en Rennes er með 86,6 milljóna punda verðmiða á honum. (RMC Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner