Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. maí 2021 23:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlnliðurinn á De Gea veikur: Er bara ekki nægilega hraustur
Mynd: EPA
David de Gea hefur gert frábæra hluti í búningi Manchester United -heilt yfir - en í kvöld var hann skúrkurinn.

Manchester United tapaði fyrir Villarreal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, í leik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

Vítaspyrnukeppnin var ótrúleg. Hún var endalaus, nánast. Allir útileikmenn skoruðu úr sínum spyrnum og þetta endaði á markvörðunum. Geronimo Rulli skoraði en De Gea klikkaði. Villarreal er Evrópudeildarmeistari í fyrsta sinn.

De Gea mun eflaust ekki sofa mikið í nótt enda skoraði Villarreal úr 11 vítaspyrnum í röð á hann.

Vítaspyrnurnar voru góðar hjá leikmönnum Villarreal, en De Gea komst nálægt því að vera eina spyrnu; frá Paco Alcacer. Úlnliðurinn brást honum.

„Það er ekkert út á hann að setja í leiknum, en auðvitað lítur það illa út þegar þú færð á þig 11 víti og verð ekki eitt einasta. Vítið frá Alcacer, úlnliðurinn hans var veikur. Hendin bara gaf eftir, hann er bara ekki nægilega hraustur til að halda þessu fyrir utan marklínuna," sagði Atli Viðar Björnsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport.

De Gea reyndi ýmislegt; hann talaði við leikmenn áður en þeir tóku spyrnuna og lét bíða eftir sér. Það truflaði leikmenn Villarreal ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner