Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. maí 2021 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Villarreal 50 þúsund manna bær - „Risastórt fyrir félagið"
Francis Coquelin, miðjumaður Villarreal.
Francis Coquelin, miðjumaður Villarreal.
Mynd: EPA
„Tilfinningin er mjög góð," sagði miðjumaðurinn Francis Coquelin, miðjumaður Villarreal, eftir sigur á Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld.

„Þetta er mjög erfið keppni. Við vissum að það yrði erfitt að spila gegn Manchester United."

„Við náðum ekki að koma okkur í Meistaradeildina í gegnum spænsku úrvalsdeildina, og þetta er sérstakt. Það er frábært að enda tímabilið svona."

Villarreal er 50 þúsund manna bær á Spáni og þetta er fyrsti stóri titillinn sem félagið vinnur.

„Manchester United setti mikla pressu á okkur og við þurftum að leggja mikið á okkur. Vítaspyrnukeppni er lottó og okkur tókst að vinna það. Að vinna United í úrslitaleik er sérstakt."

„Við munum reyna að fagna því þetta er risastórt fyrir félagið," sagði franski miðjumaðurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner