Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. maí 2021 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zidane hættur með Real Madrid
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane hefur ákveðið að hætta sem þjálfari spænska stórveldisins Real Madrid.

Það er ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu. Romano er yfirleitt mjög áreiðanlegur.

Real Madrid fór í gegnum nýliðið tímabil án þess að vinna titil.

Zidane er goðsögn hjá Real Madrid. Hann var sem leikmaður hjá félaginu frá 2001 til 2006. Hann stýrði svo liðinu frá 2016 til 2018 og vann Meistaradeildina þrisvar. Hann tók svo aftur við liðinu 2019 og stýrði liðinu til sigurs í La Liga í fyrra. Real Madrid vann einnig La Liga undir hans stjórn 2017.

Talið er líklegast að Massimiliano Allegri taki við liðinu en Antonio Conte hlýtur að blandast í umræðuna eftir að hafa hætt með Inter fyrr í dag.
Athugasemdir
banner