Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. maí 2022 16:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Tíu Framarar kláruðu Leikni í framlengingu
Fram er komið í 16-liða úrslitin.
Fram er komið í 16-liða úrslitin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jannik Holmsgaard.
Jannik Holmsgaard.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 3 - 2 Leiknir R.
1-0 Magnús Þórðarson ('12 )
2-0 Alexander Már Þorláksson ('51 )
2-1 Mikkel Elbæk Jakobsen ('66 )
2-2 Henrik Emil Hahne Berger ('72 , víti)
3-2 Jannik Holmsgaard ('103 )
Rautt spjald: Alex Freyr Elísson , Fram ('71) Lestu um leikinn

Fram var einum færri í um 50 mínútur en tókst samt að landa sigri gegn Leikni Reykjavík í Mjólkurbikar karla í dag.

Liðin tvö gerðu samtals 15 breytingar á byrjunarliðum sínum frá síðustu leikjum í Bestu deildinni.

Framarar byrjuðu betur og tóku forystuna þegar Magnús Þórðarson skoraði eftir skelfilegt skot frá Alex Frey Elíssyni eftir aðeins tólf mínútna leik. Fram fékk dauðafæri til að bæta við marki stuttu síðar en Viktor Freyr Sigurðsson varði vel frá Alexander Má Þorlákssyni.

Í hálfleik var staðan 1-0 fyrir heimamenn. Snemma í seinni hálfleik kom svo annað mark leiksins og var það Alexander Már sem gerði það. Fram hefði getað komist í 3-0 stuttu síðar er þeir fengu dauðafæri en inn vildi boltinn ekki.

Það átti eftir að draga dilk á eftir sér. Daninn Mikkel Jakobsen minnkaði muninn fyrir Leikni á 66. mínútu og fimm mínútum síðar dró heldur betur til tíðinda. Alex Freyr fékk rautt spjald fyrir að verja boltann með hendi á marklínunni og Leiknir fékk víti. Emil Berger tók vítaspyrnuna, skoraði og jafnaði metin. Leiknir fékk tækifæri til að komast yfir í kjölfarið en Framarar björguðu á línu.

Í uppbótartíma setti Alexander Már boltann í stöngina og var næstum því búinn að tryggja Frömurum sigurinn. Inn fór hann ekki og því þurfti að framlengja.

Í framlengingunni náðu tíu Framarar að koma inn sigurmarki. Jannik Holmsgaard kom boltanum í netið og gerði sitt fyrsta mark fyrir Fram. Lokatölur 3-2 og er Fram komið í 32-liða úrslitin; Leiknir situr eftir og getur einbeitt sér alfarið að deildinni.

Núna var að hefjast leikur KA og Reynis úr Sandgerði. Hægt er að fylgjast með honum með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner