þri 26. júní 2018 22:13
Egill Sigfússon
Albert: Þarf að fá að spila alvöru mínútur á næstu leiktíð
Icelandair
Albert í leiknum í kvöld
Albert í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábær tilfinning fyrir sjálfan mig en fyrir liðið þá er þetta og fyrir Íslands hönd er þetta bara leiðinlegt. Að sama skapi getum við gengum stoltir frá borði, við lögðum okkur alla fram og áttum ágætis mót, því miður var Nígeríu leikurinn okkur svona helst að falli." sagði Albert Guðmundsson sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir Íslands hönd á stórmóti í 2-1 tapi gegn Króatíu á Heimsmeistaramótinu í kvöld.

Albert kom inná þegar Ísland þurfti að leggja allt í sölurnar og sagðist einfaldlega hafa fengið þau skilaboð að reyna að breyta leiknum sem reyndist erfitt þegar Króatar héldu boltanum mjög vel.

„Ég átti að breyta leiknum það var mjög einfalt, ég átti að koma með krydd í leikinn og kannski reyna að búa til eitt eða tvö mörk í viðbót. Svæðið var gríðarlega stórt varnalega hjá okkur af því vorum komnir með flesta fram á völlinn, það var kannski auðvelt fyrir þá að halda boltanum þar og við náðum ekki að halda mikilli ró á boltanum og þess vegna var boltinn ekki mikið í fótunum hjá mér og ég fékk hann ekki fyrst fyrr en bara síðustu mínútuna í leiknum."

Albert er stoltur á að fá tækifæri með Íslenska liðinu á stórmóti í fótbolta en hefði viljað ná að setja mark sitt á leikinn.

„Ég er búinn að bíða eftir þessu síðustu tvo leiki og loksins kom það og það er fáranlega góð tilfinning að koma inná en leiðinlegt að ná ekki að setja mark mitt á leikinn."

Aðspurður hvort hann þyrfti ekki að koma sér í lið í sterkari deild fyrir næstu leiktíð ef hann verður áfram bara varaskeifa hjá PSV og spilar með varaliði þeirra sagði Albert að það væri ekkert annað í boði en að spila leiki með aðalliði á næstu leiktíð og ætlar að skoða sína möguleika.

„Jú gjörsamlega, við vorum reyndar að skipta um þjálfara hjá PSV og ég þarf að setjast niður og ræða málin með honum og ef við komumst ekki að neinni niðurstöðu um að ég fái að spila meira þá þarf ég að skoða aðra möguleika. Ég vil spila hvern einasta leik hvort sem það verður með PSV eða hjá einhverju öðru félagi þá vil ég fá mínútur."
Athugasemdir
banner
banner
banner