Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. júní 2018 13:45
Magnús Már Einarsson
Argentína hefur unnið Nígeríu fjórum sinnum á HM frá 1994
Icelandair
Argentína hefur góðar minningar gegn Nígeríu.
Argentína hefur góðar minningar gegn Nígeríu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland þarf að vinna Króatíu í kvöld og treysta á að Nígería vinni ekki Argentínu til að eiga möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Ef Ísland vinnur og Argentína líka, eða ef leikur Argentínu og Nígeríu endar með jafntefli, þá ráðast úrslitin í riðlinum á markatölu.

Argentína og Nígería hafa mæst fjórum sinnum á HM síðan 1994 og alltaf hefur Argentína unnið.

Í nóvember í fyrra mættust liðin í vináttuleik en þá hafði Nígería betur 4-2.

Spennandi verður að sjá hvað gerist í kvöld en mikið er undir í leik Argentínu og Nígeríu í Saint Pétursborg.

Leikir Argentínu og Nígeríu frá 1994
1994 - Argentína 2-1 Nígería
2002 - Argentína 1-0 Nígería
2010 - Argentína 1-0 Nígería
2014 - Argentína 3-2 Nígería
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner