Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. júní 2018 08:00
Magnús Már Einarsson
Aron: Gefur auka sjálfstraust að hafa unnið Króatíu
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef við spilum okkar fótbolta og njótum þess þá er allt mögulegt," sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson í viðtali við vefsíðu FIFA í gær.

Íslenska landsliðið mætir því króatíska í lokaleiknum í D-riðli á HM í Roston við Don klukkan 18:00 í dag. Með sigri og hagstæðum úrslitum í leik Argentínu og Nígeríu þá gæti Ísland skrifað nýjan kafla í knattspyrnusögu þjóðarinnar með því að fara áfram í 16-liða úrslit á HM.

Andstæðingurinn er þekkt stærð en Ísland og Króatía hafa marga hildina háð undanfarin ár. Ísland vann Króatíu 1-0 á Laugardalsvelli í fyrra og endaði á toppi riðilsins í undankeppni HM.

„Auðvitað gefur það okkur sjálfstraust að hafa unnið Króatíu áður, í síðasta leik gegn þeim. Við þurfum að nýta það á morgun (í dag)," sagði Aron.

„Við áttum okkur fyllilega á því að við erum að spila gegn liðinu með mesta stöðugleikann í þessum riðli og liði sem hefur stórkostlegan fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner
banner