Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 26. júní 2018 22:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birkir Már segist vera klár í leik með Val á sunnudag
Icelandair
Birkir Már í leiknum í kvöld. Hann spilaði sinn 82. landsleik í kvöld.
Birkir Már í leiknum í kvöld. Hann spilaði sinn 82. landsleik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska landsliðsins, var svekktur en stoltur eins og flestir aðrir leikmenn Íslands eftir tap gegn Króatíu á HM í kvöld. Ísland er úr leik eftir tapið.

„Það vantaði bara að skora mark," sagði Birkir.

„Við spiluðum og gerðum akkúrat það sem við ætluðum að gera. Það vantaði bara að sjá boltann detta inn."

„Ég hafði ekki hugmynd um að Argentína væri yfir en datt það í hug að við ættum möguleika fyrst við vorum að henda mönnum fram. Við vorum að reyna að ná marki og það hlaut því að vera að við ættum möguleika."

„Þetta var fínt mót að okkar hálfu fyrir utan seinni hálfleikinn á móti Nígeríu. Fimm góðir hálfleikar í rauninni en þessi seinni hálfleikur á móti Nígeríu skemmir svolítið mikið."

Heimir Hallgrímsson er mögulega að hætta með landsliðið. Birkir vonast auðvitað að hann verði áfram. „Heimir er búinn að gera frábæra hluti og vonandi verður hann áfram."

Birkir er á mála hjá Val í Pepsi-deildinni og hann segist ætla að vera klár gegn Keflavík á sunnudag.

„Ég veit ekki annað en að ég sé að fara að mæta á æfingar. Ég geri ráð fyrir því að það verði æfing ekki á morgun heldur hinn. Ef þeir vilja nota mig verð ég klár."
Athugasemdir
banner
banner