þri 26. júní 2018 13:16
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Dana og Frakka: Stóri maðurinn fremstur
Danir vilja nýta hæð og styrk Cornelius gegn Frökkum.
Danir vilja nýta hæð og styrk Cornelius gegn Frökkum.
Mynd: Getty Images
Danir mæta Frökkum í síðustu umferð riðlakeppni HM. Dönum nægir stig í leiknum á meðan Frakkar eru þegar búnir að tryggja sig upp úr riðlinum.

Danir gera nokkrar breytingar á liðinu sem gerði jafntefli við Ástralíu á meðan Frakkar skipta nánast út öllu byrjunarliðinu sem lagði Perú að velli, til að hvíla lykilmenn.

Ljóst er að frændur okkar tefla fram varkárri uppstillingu með marga menn í vörn. Martin Braithwaite og Andreas Cornelius koma í sóknarlínu Dana á meðan Mathias Jörgensen styrkir vörnina.

Frakkar hvíla sex leikmenn og leyfa Djibril Sidibe, Steven N'Zonzi og Thomas Lemar að spreyta sig.

Danir geta tekið toppsætið af Frökkum með sigri og komast þannig hjá því að mæta Króatíu í útsláttarkeppninni. Liðið sem vinnur riðilinn mætir Argentínu, Nígeríu eða Íslandi.

Danmörk: Schmeichel, Dalsgaard, Kjær, Christensen, M.Jörgensen, Larsen, Delaney, Eriksen, Braithwaite, Sisto, Cornelius.

Frakkland: Mandanda; Sidibe, Varane, Kimpembe, Lucas; N'Zonzi, Kante; Dembele, Griezmann, Lemar; Giroud.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner