þri 26. júní 2018 17:07
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Nígeríu og Argentínu: Aguero byrjar ekki
Mynd: Getty Images
Nígería og Argentína mætast í afar áhugaverðum leik sem er gífurlega mikilvægur fyrir íslenska landsliðið. Ísland mætir Króatíu á sama tíma og þarf sigur þar til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Bæði lið tefla fram sínum sterkustu liðum og líta á þennan leik sem algjöran úrslitaleik um áframhaldandi þátttöku á HM.

Ahmed Musa, sem sökkti Íslandi á föstudaginn, er í byrjunarliði Nígeríu ásamt Victor Moses og Kelechi Iheanacho.

Argentínumenn gera nokkrar breytingar á liðinu sem tapaði 3-0 fyrir Króatíu, þar sem aðeins einn miðvörður var í þriggja manna varnarlínu. Marcos Rojo kemur því inn í byrjunarliðið ásamt Ever Banega, Gonzalo Higuain og Angel Di Maria.

Ekkert pláss er fyrir Sergio Aguero sem hefur gert eina mark Argentínu á mótinu hingað til eða Maximiliano Meza, sem byrjaði fyrstu tvo leikina.

Nígería: Uzoho, Ekong, Balogun, Idowu, Omeruo, Ndidi, Mikel, Etebo, Moses, Iheanacho, Musa.

Argentína: Armani, Mercado, Otamendi, Rojo, Tagliafico, Mascherano, Banega, Perez, Messi, Higuain, Di Maria.
Athugasemdir
banner
banner
banner