Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. júní 2018 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Smári: Vonandi kemur það okkur að góðu
Icelandair
Króatar gera níu breytingar.
Króatar gera níu breytingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Króatía gerir níu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn við Ísland á HM í kvöld.

Luka Modric og Ivan Perisic eru einu leikmennirnir sem eru áfram í byrjunarliðinu.

Króatía er komið áfram í 16-liða úrslit og þarf aðeins stig úr þessum leik til að gulltryggja efsta sætið í riðlinum. Er það samt of mikið að gera níu breytingar? Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, svaraði þessu á RÚV fyrir leikinn.

„Þetta er fullmikið að breytingum," sagði Eiður Smári. „Níu breytingar koma mér í opna skjöldu, vonandi eru þeir ekki nægilega samstilltir þessir níu leikmenn."

Hinn 32 ára Vedran Corluka byrjar leikinn. Corluka á 100 landsleikinn en félagi hans í vörninni, Duje Caleta-Car, er að leika sinn annan landsleik.

Sjá einnig:
Annar miðvörður Króata á einn landsleik - Hinn hundrað leiki

„Corluka kemur inn, hann er kominn á aldur og hefur aldrei verið fljótasti leikmaðurinn. Hinn er að spila sinn annan landsleik, hann gæti fundið fyrir stressi."

„Það er líka alltaf skrítið þegar markvörðurinn er tekinn úr liðinu, þú vilt hafa markvörðinn á sínum stað."

„Þetta er nánast nýtt lið, vonandi kemur það okkur að góðu í dag," sagði Eiður Smári."

Ísland gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn Nígeríu. Smelltu hér til að sjá byrjunarlið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner