Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. júní 2018 23:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gummi Ben stoltur en skiptingin kom honum á óvart
Icelandair
Albert Guðmundsson er framtíðarleikmaður í landsliðinu.
Albert Guðmundsson er framtíðarleikmaður í landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 21 árs gamli Albert Guðmundsson kom inn á í sinn sjötta A-landsleik í kvöld, sinn fyrsta leik á stórmóti.

Albert kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 86. mínútu. Alfreð var ekki sáttur við það að fara út af, en Guðmundur Benediktsson, sem lýsti leiknum, faðir Alberts, segir að skiptingin hafi komið sér eilítið á óvart.

„Fyrst og fremst er ég stoltur fyrir hans hönd en ef ég á að vera heiðarlegur þá kom skiptingin, að taka Alfreð út af á þessum tímapunkti, mér á óvart. Alfreð er maður sem er alltaf líklegur til að gefa þér mark. Það kom mér að sama skapi ekki á óvart að hann skyldi koma inn á," sagði Gummi á RÚV eftir leikinn.

„Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd og líka stoltur sjálfur."

Sjá einnig:
Albert: Þarf að fá að spila alvöru mínútur á næstu leiktíð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner