Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. júní 2018 07:00
Magnús Már Einarsson
Heimir: Sigurinn gegn Englandi ekkert öðruvísi
Ísland-Króatía á morgun
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blaðamaður frá Daily Mirror á Englandi spurði Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara að því á fréttamannafundi í gær hvort 2-1 sigurinn á Englandi á EM 2016 gefi Íslandi aukin kraft fyrir leikinn gegn Króatíu í dag.

„Ég held að Englandsleikurinn hafi gefið okkur jafn mikið og það að vinna Tyrkland úti og Úkraínu heima," sagði Heimir.

„Englandsleikurinn var ekki öðruvísi en aðrir sigrar. Við þurfum að berjast fyrir öllum leikjum sem við vinnum. Leikurinn við England var ekkert öðruvísi."

„Þetta var auðvitað stærra svið og það er kannski hægt að líkja því við leikinn á morgun. Leikurinn gegn Englandi var hins vegar ekkert öðruvísi en aðrir sigrar fyrir okkur."


Ísland mætir Króatíu í Rostov við Don klukkan 18:00 í kvöld og þarf sigur til að eiga möguleika á sæti í 16-liða úrslitum á HM.
Athugasemdir
banner
banner