Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. júní 2018 20:47
Arnar Daði Arnarsson
Heimir: Við getum borið höðuðið hátt
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins var að vonum svekktur eftir 2-1 tap gegn Króatíu í Rostov við Don í kvöld.

Úrslitin þýða að Ísland er úr leik á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi en liðið endar með eitt stig og á botni D-riðils.

Þrátt fyrir það, þá var liðið hársbreidd frá því að komast áfram, en áður en Króatía komst yfir í 2-1 á 90. mínútu þurfti Ísland bara eitt mark til að komast áfram.

Úrslitin í leik Nígeríu og Argentínu voru Íslandi í hag og þurftu eins og fyrr segir Ísland því bara að vinna með einu marki. Það gekk þó ekki eftir. Eykur það á svekkelsið að eftir allt saman, þá var þetta í höndum strákana að komast áfram allt fram að síðustu stundu?

„Nei ég held ekki, það er ekki hægt að vera svekktari en við erum í dag. Við gerðum allt sem við gátum. Við horfum í augun á hvor öðrum eftir leik og við getum borið höðuðið hátt."
Athugasemdir
banner
banner