þri 26. júní 2018 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjög slæmar mínútur fyrir Ísland
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Möguleikarnir á að komast í 16-liða úrslit Heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi urðu allt í einu mjög slakir fyrir íslenska landsliðið.

Victor Moses jafnaði úr vítaspyrnu í leik Argentínu og Nígeríu og nokkrum sekúndum síðar kom Milan Badelj Króatíu yfir gegn Íslandi.

Mark Badelj kom þvert gegn gagni leiksins þar sem Ísland hafði verið miklu betri mínúturnar áður.

„Andskotinn. Boltinn hrekkur til Badelj í teignum, hann tekur boltann á lofti í fyrsta og skorar," sagði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Smelltu hér til að sjá markið hjá Badelj.

Ef leikur Nígeríu og Argentína endar 1-1 þá þarf Ísland að vinna Nígeríu með tveggja marka mun.

Sjá einnig:
Reiknaðu út hvernig lokaumferðin fer hjá Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner