Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 26. júní 2018 14:48
Elvar Geir Magnússon
Rostov við Don
Rússar styðja Ísland alla leið: Auðvelt að heillast af liðinu og þjóðinni
Icelandair
Igor og Renat eru í banastuði.
Igor og Renat eru í banastuði.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fótbolti.net hitt rússnesku toppmennina Igor Vladimirovic og Renat Nailevich á stuðningsmannasvæðinu í Rostov við Don í dag.

Þeir voru að skvetta í sig nokkrum köldum og voru báðir búnir að mála íslenska fánann í andlitið á sér.

Þeir hafa aldrei komið til Íslands en styðja íslenska liðið út í gegn á mótinu.

„Af hverju Ísland? Ég myndi frekar segja af hverju ekki Ísland? Það er rosalega auðvelt að heillast af þessu liði, þjóðinni og stuðningsmönnunum," sagði Renat og Igor bætti við að það væri draumur þeirra að heimsækja Ísland einn daginn.

„Í gær hittum við þýska stuðningsmenn sem halda með Íslandi á mótinu og mæta á alla leiki liðsins hérna í Rússlandi," sagði Igor.

Það hefur vakið athygli fjölmiðlamanna hversu margir útlendingar eru á HM og halda með Íslandi þrátt fyrir að hafa enga tengingu við landið. Það má finna fullt af útlendingum í íslenska landsliðsbúningnum.

Í kvöld munu Rússar í Rostov hvetja okkar lið áfram með heilum hug. Kynnirinn á stuðningsmannasvæðinu staðfesti þetta í dag þegar hann sagði að stærsta ástæðan væri sú að með Íslandi spila þrír leikmenn Rostov; Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson.
Athugasemdir
banner
banner