Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
   þri 26. júní 2018 22:14
Elvar Geir Magnússon
Sverrir Ingi: Fannst við töluvert betra liðið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara virkilega stoltur af liðinu, ég held að við höfum spilað okkar besta leik í mótinu hingað til og fengum urmul af færum til að skora. Það er leiðinlegt að fara út á svona góðri frammistöðu og eiga meira inni, við gáfum allt í þetta og það að þetta datt ekki með okkur í dag er leiðinlegt. Við getum allavega gengið stoltir frá borði og sagt að við gáfum allt í þetta, auðvitað vonbrigði, við ætluðum okkur að fara áfram og vorum nálægt því en svona er fótboltinn." sagði varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason eftir 2-1 tap gegn Króatíu í síðasta leik okkar á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Sverrir byrjaði sinn fyrsta leik á mótinu í kvöld í stað Kára Árnasonar og sagði að það hefði klárlega verið til að fá inn ferska fætur en ekki frammistöðutengt.

„Nei, hann sagði við mig eftir Nígeríuleikinn og við alla sem höfðu tekið lítið þátt í mótinu að það væri minnsta pásan milli leikja framundan og hann gæti þurft ferska fætur í dag. Ég, Jói og Emil komum inn í dag og vorum ekki búnir að spila jafnmikið í mótinu og hinir hingað til og ég held það sé lykilatriði í svona móti að vera með ferska fætur. Kári og Raggi voru búnir að spila frábærlega og ég held að það hafi ekki verið þeirra frammistaða sem gerði það að verkum að ég spilaði í dag. Það var verið að nýta ferska fætur og nýta hópinn sem við höfum, við erum með breiðari hóp í dag en fyrir nokkrum árum og það er gott uppá framtíðina að gera líka."

Sverrir kvaðst hafa vitað stöðuna í hinum leik riðilsins í hálfleik en einbeitt sér að leik síns liðs.

„Við vissum í hálfleik að Argentína væri yfir, ég vissi ekki að Nígería væri búið að jafna en við reyndum að gera allt til að ná 2-1 markinu og við vorum helvíti nálægt því. Eftir að þeir komust yfir fannst mér við vera með öll völd á leiknum og erum að skapa okkur dauðafæri eftir dauðafæri. Vissulega líka svekkjandi að í fyrri hálfleik fáum við líka mörg dauðafæri og það hefði verið gott að komast yfir í leiknum og vita þá jafnvel úrslitin í öðrum leik og klára leikinn eftir það. Í Argentínuleiknum fær Birkir frábært færi en í dag held ég að við höfum verið með flest marktækifæri og ég hefði sjálfur átt að skora, skalla í slánna og yfir, vissulega svekkjandi og hefði getað breytt leiknum."

Sverrir gengur stoltur frá borði eftir fyrsta Heimsmeistaramót Íslands og endaði á að segja að honum fannst Ísland vera betra liðið á vellinum í kvöld.

„Já klárlega, þú sást að allir sem voru á vellinum í dag gáfu sig hundrað prósent í verkefnið og það er ákveðið afrek að hafa komið hérna í sterkan riðil með frábærum þjóðum. Við erum að spila við Króatíu í dag sem er eitt besta landslið í heimi, þótt þeir hafi gert ákveðnar breytingar í dag eru þetta frábærir leikmenn sem koma inn í staðinn. Mér fannst við bara töluvert betra liðið á vellinum í dag."

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner