Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. júní 2020 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Hamrarnir hömruðu Hamar
Hamrarnir eru framtíðarleikmenn Þórs/KA.
Hamrarnir eru framtíðarleikmenn Þórs/KA.
Mynd: Skapti Hallgrímsson
Hamar 1 - 4 Hamrarnir
1-0 Brynhildur Sif Viktorsdóttir ('19)
1-1 Emilía Eir Pálsdóttir ('38)
1-2 Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('50)
1-3 Steingerður Snorradóttir ('59)
1-4 Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir ('86)

Hamar tók á móti Hömrunum í 2. deild kvenna og samkvæmt úrslitaþjónustu Úrslit.net hömruðu Hamrarnir Hamar.

Brynhildur Sif Viktorsdóttir kom Hvergerðingum yfir í fyrri hálfleik en Emilía Eir Pálsdóttir náði að jafna fyrir leikhlé.

Hamrarnir tóku völdin í seinni hálfleik og skoruðu þrjú mörk. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Steingerður Snorradóttir og Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir skoruðu mörkin.

Hamrarnir eru með sex stig eftir frækinn sigur gegn Grindavík í fyrstu umferð. Hamar er stigalaus eftir 3-0 tap gegn HK í fyrstu umferð.

Fram 3 - 3 ÍR

Fram og ÍR gerðu þá sex marka jafntefli í Safamýrinni. ÍR er með fjögur stig og Fram eitt eftir tvo fyrstu leikina.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner