Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 26. júní 2020 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Juventus rúllaði yfir Lecce í seinni hálfleik
Spezia stefnir upp í efstu deild
Mynd: Getty Images
Juventus 4 - 0 Lecce
1-0 Paulo Dybala ('53)
2-0 Cristiano Ronaldo ('62, víti)
3-0 Gonzalo Higuain ('83)
4-0 Matthjis De Ligt ('85)
Rautt spjald: Fabio Lucioni, Lecce ('32)

Topplið Juventus mætti fallbaráttuliði Lecce í eina leik kvöldsins í ítalska boltanum.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik sem einkenndist af mikilli baráttu en Fabio Lucioni leikmaður Lecce fékk að líta rauða spjaldið eftir rétt rúmlega hálftímaleik. Lucioni gerðist sekur um klaufaleg mistök og braut af sér sem aftasti varnarmaður.

Í seinni hálfleik skoraði Paulo Dybala fallegt mark utan teigs eftir sendingu frá Cristiano Ronaldo og tvöfaldaði Ronaldo forystuna með marki úr vítaspyrnu níu mínútum síðar.

Tíu leikmenn Lecce reyndu að svara fyrir sig en Gonzalo Higuain gerði þriðja mark Juve eftir frábæra hælsendingu frá Ronaldo. Tveimur mínútum síðar skoraði Matthjis De Ligt með skalla eftir fyrirgjöf Douglas Costa.

Juve er með sjö stiga forystu á toppinum en Lazio á leik til góða. Lecce er í fallsæti, með 25 stig eftir 28 umferðir.

Chievo 1 - 3 Spezia
1-0 Jacopo Segre ('60)
1-1 Andrey Galabinov ('72)
1-2 Andrey Galabinov ('76, víti)
1-3 Andrey Galabinov ('86)

Sveinn Aron Guðjohnsen var þá ónotaður varamaður í B-deildinni er Spezia lagði Chievo að velli.

Chievo komst yfir í síðari hálfleik en Andrey Galabinov svaraði með þrennu á síðustu tuttugu mínútum leiksins.

Spezia stefnir upp í efstu deild og er í þriðja sæti sem stendur, einu stigi frá öðru sæti sem gefur þátttökurétt í Serie A.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner