Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 26. júní 2020 13:47
Elvar Geir Magnússon
Klopp vill ekki styttu af sér
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur notað daginn í að spjalla við helstu fjölmiðla Englands eftir að langþráður Englandsmeistaratitill Liverpool kom í höfn í gærkvöldi.

Í viðtali við Sky Sports var hann spurður að því hvort það yrði ekki gerð stytta af honum fyrir utan Anfield?

„Ég vil ekki styttu. Það er ekki það sem ég er að sækjast eftir. Það er ljóst að liðið er á góðum stað og á fínum aldri. Við viljum afreka meira. Það er gott að vera hjá þessu félagi í dag," segir Klopp.

Liverpool mætir Manchester City næsta fimmtudag og má búast við því að leikmenn City standi heiðursvörð fyrir nýju meistarana. Jurgen Klopp hló þegar hann var spurður út í það.

„Sjáum til! Ég held að við ráðum því ekki. Við erum meistararnir og á vellinum verðum við að hegða okkur eins og við höfum aldrei unnið neitt."

Elska að fá stuðningsmenn til að brosa
Dan Roan, fréttamaður BBC, spurði Klopp út í þá tilfinningu að framkalla bros á andlitum stuðningsmanna.

„Það skiptir algjörlega öllu máli fyrir mig. Það er eina ástæðan fyrir því að við spilum fótbolta. Þessi borg er gríðarlega tilfinningarík og hefur gengið í gegnum marga erfiða tíma, það sama á við um félagið og að hafa þessar góðu stundir er nauðsynlegt," segir Klopp.

„Nú erum viðað fara í gegnum stærstu krísu sem þessi kynslóð hefur kynnst. Við megum ekki gleyma því að það eru hlutir sem við getum látið okkur hlakka til."

Við getum orðið betri
Klopp segir að lið Liverpool geti orðið enn betra.

„Við getum bætt okkur. Það er erfitt að bæta stöðugleikann í deildinni því hann hefur verið ótrúlegur. Það er klikkun að vinna alla leiki! Við þurfum að koma fram með nýja hluti, önnur lið munu verjast okkur öðruvísi. Við þurfum að aðlagast en það er eðlilegt í lífinu og í fótboltanum," segir Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner