Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. júní 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
L'Equipe: Guendouzi búinn að fara fram á sölu
Mynd: Getty Images
Matteo Guendouzi virðist vera á leið frá Arsenal. Franski miðillinn L'Equipe heldur því fram að miðjumaðurinn ungi hafi farið fram á sölu, hann sé ekki ánægður hjá félaginu og vilji leita sér að nýrri áskorun.

Arsenal er reiðubúið að leyfa Guendouzi að fara en Mikel Arteta er ekki sérlega hrifinn af hugarfari leikmannsins. Guendouzi missti stjórnar á skapi sínu í 2-1 tapi Arsenal gegn Brighton og tók Neal Maupay hálstaki.

Guendouzi var ekki í leikmannahópi Arteta í næsta leik, 0-2 sigri gegn Southampton, og hafa ýmsar sögusagnir sprottið upp síðan.

Samkvæmt frétt L'Equipe er Guendouzi kominn á sölulistann. Hann er aðeins 21 árs gamall og spilaði 48 leiki fyrir Arsenal á síðustu leiktíð. Hann er búinn að taka þátt í 34 á þessu tímabili.

Guendouzi á 23 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakka. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal og er metinn á um 40 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner