Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. júní 2020 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn City vilja standa heiðursvörð
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlar á Englandi telja það nánast öruggt að Manchester City muni standa heiðursvörð fyrir leikmenn Liverpool þegar liðin mætast næsta fimmtudag.

Liverpool tryggði sér sinn fyrsta úrvalsdeildartitil frá stofnun deildarinnar (1992) þegar Chelsea lagði Man City að velli á Stamford Bridge í gær.

Man City vann úrvalsdeildina í fyrra og hafa liðsmenn ekkert á móti því að standa heiðursvörð. Óljóst er hvort úrvalsdeildin muni leyfa það vegna reglna varðandi Covid-19.

Til dæmis mega leikmenn ekki ganga inn á völlinn hlið við hlið, takast í hendur eða fagna mörkum eins og áður.

Fjölmiðlar á Englandi herma að Man City muni ráðfæra sig við yfirvöld áður en ákvörðun verður tekin. Megi þeir ekki standa heiðursvörð ætla þeir að láta sér detta eitthvað annað í hug til að sýna nýju meisturunum þá virðingu sem þeir eiga skilið.
Athugasemdir
banner
banner