Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 26. júní 2020 21:35
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Jafnt hjá Tindastóli og Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna samtímis í kvöld þar sem helst er að frétta að Tindastóll og Keflavík gerðu jafntefli á Sauðárkróki.

Paula Watnick kom Keflavík yfir snemma leiks með marki eftir stoðsendingu frá Amelíu Rún Fjeldsted.

Leikurinn var jafn og fékk Tindastóll dauðafæri áður en Jacqueline Altschuld jafnaði þegar hún náði frákastinu eftir skot Hugrúnar Pálsdóttur í varnarmann.

Bæði lið eru með fjögur stig eftir tvær umferðir.

Tindastóll 1 - 1 Keflavík
0-1 Paula Isabelle Germino Watnick ('15)
1-1 Jacqueline Altschuld ('62)

Kristín Þóra Birgisdóttir og Kaela Lee Dickerman skoruðu þá mörkin í 2-0 sigri Aftureldingar gegn Víkingi R. á meðan Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði í sigri Hauka gegn Fjölni. ÍA og Grótta gerðu 1-1 jafntefli á Akranesi.

Haukar og Grótta eru með fjögur stig, Afturelding þrjú og ÍA tvö.

Afturelding 2 - 0 Víkingur R.
1-0 Kristín Þóra Birgisdóttir ('42)
2-0 Kaela Lee Dickerman ('63)

Fjölnir 0 - 2 Haukar
0-1 Elín Klara Þorkelsdóttir ('21)
0-2 Ásta Sigrún Friðriksdóttir ('59, sjálfsmark)

ÍA 1 - 1 Grótta
0-1 Rakel Lóa Brynjarsdóttir ('16)
1-1 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('84)

Það gæti tekið stöðutöfluna tíma að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner