fös 26. júní 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir/Stöð 2 Sport 
Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem maður hefur óttast
Andrea í leik á síðustu leiktíð.
Andrea í leik á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær greindist leikmaður Breiðabliks, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, með COVID-19 veiruna. Rætt var um smitið í Pepsi Max-mörkunum í gærkvöldi.

Þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur í þættinum.

„Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét og bætti við: „Þetta er auðvitað ekki neinum að kenna en þetta er leiðinlegt og það verður fróðlegt að sjá hvað þetta hefur í för með sér,“

„Þetta er náttúrulega ógeðslega leiðinlegt og setur deildina í raun og veru í uppnám, þó að heilsa leikmanna sé auðvitað það sem skiptir fyrst og fremst máli,“ sagði Bára

„Fyrst og fremst vil ég bara senda Andreu Rán batakveðjur og vonandi nær hún sér sem allra fyrst. Hún er frábær leikmaður og maður var orðinn spenntur fyrir því að fá hana inn í deildina og sá fyrir sér að hún væri að fá svolítið stærra hlutverk í Breiðabliksliðinu,“ bætti Margrét við.

Sjá einnig:
Íslandsmótið í uppnámi? - Leikmaður Breiðabliks greind með Covid-19
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra staðfestir smitið
KSÍ gefur út tilkynningu um næstu umferðir eins fljótt og mögulegt er


Athugasemdir
banner
banner
banner