Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 26. júní 2020 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Neikvætt sýni á Selfossi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss væri með kórónaveiruna en umræddur leikmaður gekkst undir veirupróf og kom það neikvætt til baka.

Æfingu Selfyssinga var frestað í dag sem og leik 2. flokks kvenna. Umræddur leikmaður hefur verið talsvert veik að undanförnu.

Mikil umræða hefur sprottið um kórónuveiruna í Pepsi Max-deild kvenna eftir að leikmaður Breiðabliks kom smituð heim frá Bandaríkjunum 17. júní. Selfoss spilaði við Blika degi síðar.

Breiðablik og KR mættust í Pepsi Max-deild kvenna í vikunni en allir leikmenn þessara liða eru komnir í sóttkví og búið er að fresta þeim leikjum sem voru fyrirhugaðir á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner