Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 26. júní 2020 14:25
Elvar Geir Magnússon
Setur spurningamerki við að bikarleiknum hafi ekki verið frestað
Þorsteinn Halldórsson.
Þorsteinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, setur spurningamerki við það að KSÍ hafi ákveðið að fresta ekki leik Breiðabliks og Keflavíkur í Mjólkurbikar karla í gær.

Á leikdegi kom í ljós að leikmaður kvennaliðs Breiðabliks væri með kórónaveiruna.

„Ég veit ekki hvað KSÍ gat gert sem slíkt. Held þeir séu bara að afla allra gagna sem þeir geta um hvernig hlutirnir fóru fram en þeir taka enga ákvörðun með sóttkví eða neitt því um líkt. Það er kannski spurning með leikinn í gær. Ákvörðun um að spila hann, maður setur kannski spurningamerki við það," sagði Þorsteinn í viðtali við Vísi.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir við Fótbolta.net að eftir að hafa rætt við yfirvöld í gær hafi ekki verið talin þörf á að fresta leiknum.

Rætt hafi verið við bæði félög og þau vissu af stöðunni en ekki barst ósk um að fresta leiknum. Þá hafi félögin fengið þau tilmæli að þeir aðilar sem höfðu verið í nálægð við margumtalaðan leikmann kvennaliðsins myndu ekki taka þátt í leiknum.

Í leiknum í gær vantaði til að mynda styrktarþjálfarann Aron Má Björnsson og markvarðaþjálfarann Ólaf Pétursson í liðsstjórn Breiðabliks.
Athugasemdir
banner
banner