Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. júní 2022 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Góðir sigrar hjá Alfons og Ara - Óttar Húni skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla

Alfons Sampsted var á sínum stað í byrjunarliði Bodö/Glimt sem lagði Álasund að velli í norska boltanum í dag.


Alfons og félagar eru í fimmta sæti eftir sigurinn og þurfa að vinna nokkra leiki til að blanda sér í toppbaráttuna.

Ari Leifsson var í byrjunarliði Strömsgdoset sem er í fjórða sæti eftir flottan sigur á toppliði Lilleström. Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn af bekknum í liði Lilleström.

Ari lék allan leikinn í þriggja marka sigri sem gerir Strömsgodset kleift að halda fjórða sæti deildarinnar. Hólmbert Aron og félagar í Lilleström geta nú misst toppsætið þar sem þeir eru aðeins með tveggja stiga forystu og Molde er í öðru sæti með leik til góða.

Þá var Brynjar Ingi Bjarnason ónotaður varamaður er Vålerenga tapaði heimaleik gegn Odd Grenland. Viðar Örn Kjartansson var ekki í hóp vegna meiðsla. Vålerenga er í óvæntri fallbaráttu á upphafi tímabils, aðeins með 11 stig eftir 12 umferðir.

Strömsgodset 3 - 0 Lilleström
1-0 J. Ipalibo ('53)
2-0 K. Tokstad ('76)
3-0 L. Salvesen ('97)
Rautt spjald: G. Asen, Lilleström ('83)

Bodö/Glimt 2 - 0 Álasund
1-0 A. Pellegrino ('76)
2-0 A. Wembangomo ('89)

Vålerenga 0 - 1 Odd Grenland
0-1 T. Lauritsen ('60)

Þá spilaði Bjarni Mark Antonsson allan leikinn á miðjunni hjá Start sem tapaði heimaleik gegn Kongsvinger.

Start leikur í B-deildinni í Noregi og er tveimur stigum frá umspilssæti eftir tapið. Liðið er í áttunda sæti með 16 stig eftir 8 umferðir.

Að lokum skoraði Óttar Húni Magnússon í 2-1 tapi Nardo gegn Junkeren í D-deildinni.

Nardo er í fimmta sæti með 20 stig eftir 11 umferðir, fjórtán stigum eftir toppliði Junkeren sem virðist langbesta lið riðilsins.

Start 0 - 1 Kongsvinger
0-1 A. Guven ('76)

Junkeren 2 - 1 Nardo
1-0 S. Chooly ('43)
2-0 F. Kapskarmo ('47)
2-1 Óttar Húni Magnússon ('60)


Athugasemdir
banner
banner
banner