Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. júlí 2020 18:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Botnliðinu skellt í Breiðholtinu
ÍR skoraði fimm.
ÍR skoraði fimm.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR 5 - 1 Völsungur
0-1 Sæþór Olgeirsson ('29 )
1-1 Gunnar Óli Björgvinsson ('33 )
2-1 Stefnir Stefánsson ('40 )
3-1 Róbert Andri Ómarsson ('65 )
4-1 Viktor Örn Guðmundsson ('82 )
5-1 Bergvin Fannar Helgason ('90 )
Lestu nánar um leikinn

Það gengur ekki neitt hjá Völsungi í 2. deild karla. ÍR vann stóran endurkomusigur á Völsungi á heimavelli í lokaleik dagsins í 2. deildinni.

Sæþór Olgeirsson kom Völsungi yfir á 29. mínútu, en forystan var ekki langlíf. Hafnfirðingarnir Gunnar Óli Björgvinsson og Stefnir Stefánsson sneru við taflinu fyrir ÍR-inga. Staðan var 2-1 í hálfleik.

Róbert Andri Ómarsson kom ÍR í 3-1 á 65. mínútu og gengu þeir Viktor Örn Guðmundsson og Bergvin Fannar Helgason frá leiknum fyrir heimamenn á síðustu tíu mínútunum.

ÍR fer með þessum sigri upp í níunda sæti með tíu stig. Völsungur er á botninum með aðeins eitt stig eftir átta leiki.

Önnur úrslit:
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner