Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. júlí 2020 16:07
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Haukar á toppinn - Selfoss tapaði
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Selfoss hefði getað lyft sér upp í þriðja sæti 2. deildar er liðið heimsótti KF í dag en raunin varð önnur.

Heimamenn komust yfir snemma leiks þökk sé marki frá Sævari Þór Fylkissyni og tókst Selfyssingum ekki að jafna fyrr en Ingvi Rafn Óskarsson skilaði knettinum í netið í síðari hálfleik.

Staðan var jöfn allt þar til í uppbótartíma, þegar Oumar Diouck gerði sigurmark KF. Selfoss er með þrettán stig eftir átta umferðir, einu stigi fyrir ofan KF.

Haukar eru þá komnir á toppinn eftir 0-2 sigur gegn Víði í Garði. Staðan var jöfn í leikhlé en Kristófer Dan Þórðarson og Tómas Leó Ásgeirsson gerðu sitthvort markið í seinni hálfleik.

Fyrri hálfleikur var jafn en Haukar áttu góðan 20 mínútna kafla í síðari hálfleik sem gerði gæfumuninn. Þeir eru í toppsætinu tímabundið hið minnsta, Kórdrengir geta endurheimt það á morgun.

Fjarðabyggð er þá í þriðja sæti eftir sigur gegn Kára og kemur Njarðvík í fjórða eftir jafntefli í Dalvík.

KF 2 - 1 Selfoss
1-0 Sævar Þór Fylkisson ('7)
1-1 Ingvi Rafn Óskarsson ('66)
2-1 Oumar Diouck ('92)

Víðir 0 - 2 Haukar
0-1 Kristófer Dan Þórðarson ('54)
0-2 Tómas Leó Ásgeirsson ('68)

Dalvík/Reynir 1 - 1 Njarðvík
1-0 Rúnar Freyr Þórhallsson ('11)
2-0 Kári Daníel Alexandersson ('41)

Fjarðabyggð 1 - 0 Kári
1-0 Vice Kendes ('65)

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner