Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. júlí 2020 16:23
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Hörður Sveins með þrennu gegn Sindra
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fjórir fóru fram í 3. deild í dag þar sem Reynir Sandgerði gjörsamlega rúllaði yfir Sindra.

Hörður Sveinsson, sem er goðsögn hjá Keflavík, skoraði þrennu í fyrri hálfleik og leiddu Reynismenn 4-0.

Mate Paponja minnkaði muninn fyrir Sindra en það gerði lítið til fyrir heimamenn sem bættu fleiri mörkum við.

Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði tvennu á lokakaflanum og eru Reynismenn með 20 stig eftir átta umferðir. Sindri er með 11 stig.

Ásgrímur Þór Bjarnason gerði þá eina markið er Ægir lagði Einherja að velli og skoraði Þorlákur Breki Baxter tvennu í sigri Hattar/Hugins gegn Álftanesi.

Að lokum gerðu Augnablik og Tindastóll 3-3 jafntefli. Tindastóll er í þriðja sæti með fimmtán stig á meðan Augnablik er með tíu stig.

Reynir S. 7 - 1 Sindri
1-0 Hörður Sveinsson ('15, víti)
2-0 Hörður Sveinsson ('23)
3-0 Magnús Magnússon ('33)
4-0 Hörður Sveinsson ('45)
4-1 Mate Paponja ('62)
5-1 Elton Renato Livramento Barros ('68)
6-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson ('75)
7-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson ('90)

Einherji 0 - 1 Ægir
0-1 Ásgrímur Þór Bjarnason ('43)

Höttur/Huginn 3 - 1 Álftanes
0-1 Andri Gíslason ('28)
1-1 Þorlákur Breki Þ. Baxter ('40)
2-1 Þorlákur Breki Þ. Baxter ('53)
3-1 Steinar Aron Magnússon ('68)

Augnablik 3 - 3 Tindastóll
0-1 Isaac Owusu Afriyie ('36)
1-1 Breki Barkarson ('38)
2-1 Þorleifur Úlfarsson ('42)
2-2 Markaskorara vantar ('55)
3-2 Þorleifur Úlfarsson ('90)
3-3 Markaskorara vantar

Það getur tekið stöðutöfluna tíma að uppfærast.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner