Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. júlí 2020 14:04
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: OB í úrslit um Evrópusæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Horsens 1 - 1 Odense (2-4 samanlagt)
1-0 Malte Kiilerich ('61)
1-1 Mikkel Hyllegaard ('78)

Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn er OB tryggði sér sæti í úrslitaleik um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

OB heimsótti Horsens eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-1 heima.

Staðan var markalaus þar til Malte Kiilerich skoraði eftir klukkutíma leik.

Heimamenn byrjuðu að sækja stífar og opnuðu sig í vörninni sem varð til þess að Mikkel Hyllegaard jafnaði fyrir OB á 78. mínútu.

Meira var ekki skorað og mun Odense mæta annað hvort Kaupmannahöfn eða AGF í úrslitaleik um Evrópusæti.

Ragnar Sigurðsson er samningsbundinn Kaupmannahöfn á meðan Jón Dagur Þorsteinsson er mikilvægur hlekkur í liði Árósa.
Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 22 15 3 4 43 23 +20 48
2 Brondby 22 14 5 3 44 20 +24 47
3 FCK 22 14 3 5 45 23 +22 45
4 FC Nordsjaelland 22 10 7 5 35 21 +14 37
5 AGF Aarhus 22 9 9 4 26 21 +5 36
6 Silkeborg 22 8 3 11 28 32 -4 27
7 OB Odense 22 6 6 10 25 32 -7 24
8 Lyngby 22 6 5 11 27 39 -12 23
9 Viborg 22 6 5 11 24 37 -13 23
10 Randers FC 22 5 8 9 23 37 -14 23
11 Vejle 22 4 7 11 19 26 -7 19
12 Hvidovre 22 2 5 15 17 45 -28 11
Athugasemdir
banner
banner
banner