Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júlí 2020 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
David Silva: Ég er heppinn gaur
David Silva.
David Silva.
Mynd: Getty Images
David Silva lék í dag sinn síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni í 5-0 sigri á Norwich.

Silva kveður sem goðsögn hjá Man City og er einn allra besti leikmaður í sögu félagsins. Hann fékk standandi lófatak frá viðstöddum og lýsti Pep Guardiola stjóri Man City því sem „minnsta standandi lófataki allra tíma" þar sem engir áhorfendur voru á vellinum. Hann segir að Silva muni koma aftur síðar og kveðja almennilega.

„Þetta var tilfinningaþrungið því þetta stórkostlegt fólk sem ég hef unnið með síðustu tíu árin," sagði Silva eftir leik.

„Ég er auðvitað stoltur af ferli mínum í ensku úrvalsdeildinni. Að vinna svona marga titla og hvernig við höfum unnið þá. Ég er heppinn gaur. Það verður mikill söknuður, líka af veðrinu."

Man City mun reyna að vinna Meistaradeildina í ágúst. „Það er synd að það verði engir áhorfendur en öryggi fólks er það allra mikilvægasta."
Athugasemdir
banner
banner