Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júlí 2020 18:16
Brynjar Ingi Erluson
De Bruyne jafnaði met Henry - Ederson fékk gullhanskann
Kevin De Bruyne með verðlaunin fyrir flesta stoðsendingar og Ederson fyrir að halda oftast hreinu
Kevin De Bruyne með verðlaunin fyrir flesta stoðsendingar og Ederson fyrir að halda oftast hreinu
Mynd: Premier League
Kevin de Bruyne, miðjumaður Manchester City, lagði upp 20 deildarmörk á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni en hann jafnaði þar með met Thierry Henry.

De Bruyne skoraði tvö og lagði upp eitt í 5-0 sigri Man City á Norwich í lokaumferð deildarinnar í dag.

Hann var í heildina með 20 stoðsendingar og skoraði 13 mörk en hann jafnaði stoðsendingamet Thierry Henry í deildinni.

Henry lagði upp 20 mörk fyrir Arsenal tímabilið 2002-2003 ásamt því að skora 24 mörk.

Þá fékk brasilíski markvörðurinn Ederson gullhanskann í ár. Hann spilaði 35 leiki, fékk 28 mörk á sig og hélt hreinu 16 sinnum. Nick Pope, markvörður Burnley, var í baráttunni við hann fram að lokaumferðinni en Pope hélt hreinu 15 sinnum.


Athugasemdir
banner
banner